Siðferði

Hér virðist það vera að gerast sem svo margir í kringum mig hafa óttast. það virðist vera rétt sem sagt hefur verið að siðferði manna eins og Björgólfs Thors er sennilega á mjög lágu plani. Hann hefur greinilega ekki erft heilindi föður síns. Séu þessar fréttir sannar að Björgólfur Thor Björgólfsson sé að kaupa sínar gömlu eignir í Landsbankanum í Bretlandi í gegnum Straum þvert á vilja ríkisstjórnar Íslands eru það gríðarleg vonbrigði. 

Þessi frétt er sorglegri en tárum tekur, sorglegt að heyra að einn af stóru útrásarvíkingunum sé kominn í lið með Bretum sem hafa nánast líst yfir stríði við Ísland. Sorglegt fyrir það að flestir stóðu í þeirri meiningu að þeir Björgólfur væru í skásta flokki siðferðisins.

Bresk blöð taka taum Íslendinga í morgun eftir að hafa fengið í hendur útskrift á samtali þeirra Árna og Darlings, þar sem fram kemur að Darling virðist hafa farið ansi fjálslega í túlkunum sínum. Síðan virðist allt vera að hrynja allsstaðar í kringum okkur í þessum furðulega efnahagsheimi okkar, það skyldi þá aldrei vera að Bretar þyrftu að deila með okkur björgunarbátum.

Guð gefi ykkur góðan dag...


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég var aldrei sammála og þetta hefur ekki komið mér á óvart. Gamli minnti mig alltaf á mafíósi og yngri á pókerspilara.

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Ár & síð

Bestu björgunarbátarnir eru nú eins og íslenska efnahagsundrið, fullir af lofti...

Ár & síð, 24.10.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband