Fyrsta skref

Guð láti á gott vita, það koma fram óskir í yfirlýsingu Tryggva um að Landsbankinn öðlist núna, ''Þann starfsfrið sem hann á skilið'', þá vona ég það líka. Starfsfriðurinn sem þarf að tryggja í Landsbankanum er sá að stjórnendur sem tóku þátt í að leiða spillinguna í gamla bankanum fylgi í fótspor Tryggva. Þetta var ágætt fyrsta skref en alls ekki neitt annað.

Næstu skref eru að skipta út yfirstjórnendum sem tengjast gömlu bönkunum, taka til í skilanefndunum og stjórnum sem eru litaðar af tengingum við gömlu spillingar öflin. Það skiptir ekki máli hvað þetta kostar skattborgara. Við almenningur og öryrkjar og aldraðir höfum greinilega að mati stjórnvalda nógu breitt bak til að borga brúsann. 

Og bara svona að lokum til áminningar fyrir okkur öll þá er; fólk ekki fífl.

Hafið það gott í dag.

 


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband