PR

Ég heyrði fyrir tilviljun í mínum gamla herbergisfélaga, Jóni Kristni Snæhólm í gær á ÍNN. Minn var alveg í essinu sínu og ég gat ekki að því gert að þrátt fyrir alla friðarhyggjuna sem mér er í brjóst borin, þá átti Jón Kristin samhljóm í mínu hjarta. Málið var að hann lagði til með miklum hita að sendiherra breta á íslandi yrði einfaldlega sendur heim. Hann gæti síðan fengið að koma aftur með afsökunarbeiðni sem við Íslendingar myndum þá skoða áður en við hleyptum honum inn að nýju.

Bretarnir eru greinilega enn fastir í gamla nýlendustílnum og kunna sér ekki hóf í yfirganginum. Auðvitað hefðu þeir átt að nota diplómatíska kanala, kalla Íslenska sendiherrann á fund og fara yfir málið. En nei ekki aldeilis, það er vaðið á okkur með stríðsaðgerðum sem er með öllu óafsakanlegt. Tjónið sem orðið hefur er óbætanlegt.

Við megum í öllu havaríinu ekki gleyma að líta okkur nær. Bretarnir búnir að gera sitt, Hollendingar hóta aðgerðum gegn Íslendingum, allt á suðupunkti í Þýskalandi. Í þýskalandi er um að ræða tiltölulegar lágar upphæðir innlána hjá KB banka í eigu tiltölulega fárra eða ca 308 milljónir evra í eigu 30.800, aðila. Þjóðverjinn er alveg að missa það gagnvart okkur í dag. Enginn skilur neitt og allir virðast halda að Íslendingar ætli að hlaupa undan skuldum sínum í útlöndum. Auðvitað er það ekki svo, en af hverju veit það enginn. Af hverju er okkar málstað ekki komið almennilega til skila. Hvar eru spunameistararnir núna, hvar er tjóna stýringin (i.e. damage control). Við erum að tala um það að ein okkar allra mikilvægasta vinaþjóð er að snúa í okkur bakinu, þjóð sem ætti að gegna lykilhlutverki í að aðstoða okkur út úr krísunni.

Þetta má bara ekki gerast svona. Við verðum að koma með skýrar yfirlýsingar um stöðu Íslensku þjóðarinnar gagnvart erlendum skuldbindingum. STRAX...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband