Yndislegur dagur

Viš fórum austur į Rangįrvelli ķ gęr viš Vaka, sóttum fyrst mikiš af birkiplöntum og smįręši af reyni. Byrjušum į aš fķra upp ķ kamķnunni til aš hafa hśsiš heitt žegar viš vęrum bśin aš vinna. Mér įskotnašist slatti af góšum haršviši sem er aldeilis lśxus orkugjafi ķ sveitinni. Žaš hellirigndi en viš klęddum okkur ķ regngalla og hófumst handa viš aš setja nišur tré meš žar til geršum stöfum. Unnum fram ķ myrkur og nįšum aš setja nišur svona 500 hrķslur. Žaš var dįsamlegt aš borša góšan mat og njóta kyrršarinnar eftir erfišiš.

Hrafnshjón sem bśa ķ hrauninu hjį okkur voru bśin aš gera sig heimakomin į veröndinni framan viš hśsiš og vęgt sagt sóša allt śt. Viš žurftum aš žrķfa skķtinn eftir žau hjón og sķšan var śtbśin fuglahręša og fleira sem ekki veršur tališ upp hér. Viš sendum žessum stóru spörfuglum okkar sem sé skżr skilaboš. Okkur žykir bįšum vęnt um hrafna, eigum son sem heitir Hrafn. Žegar ašgeršum var aš mestu leiti lokiš sįum viš žau hjón į vappi ķ nįgrenninu, greinilega mjög fśl yfir frekju mannanna og žeim skilabošum sem viš sendum žeim. Ętli ég verši ekki aš bśa til skżli handa žeim nęst žegar ég fer uppeftir, svona til aš halda friš viš sveitungana.

Viš erum ekki meš sjónvarp ķ sveitinni, hlustum į gufuna og kyndum meš eldiviši. Algerlega dįsamlegt. Ķ gęrkveldi var framan af kolnišamyrkur en sķšan kom tungliš vašandi og lżsti upp landiš meš geislum sķnum. Ég vaknaši eldsnemma var kominn śt meš gróšursetningarstafinn um įtta ķ morgun. Žaš var engin kreppa ķ sveitinni, sólin kom upp, falleg sem aldrei fyrr. Fuglar sungu af fögnuši, kyrršin ķ sveitinni pakkaši mér inn ķ öruggan felld. Ég hlakka til aš fara ķ sveitina til aš klįra gróšursetninguna um nęstu helgi, ég nefnilega veit fyrir vķst aš kreppan nęr ekki žangaš. EKki meš neinu móti.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband