Bruni

Vonum og biðjum að verðbólgan taki ekki á rás eins og útlit er fyrir. Lítil saga: Við Vaka keyptum okkur okkar fyrstu íbúð árið 1982, kornung og rennblaut bakvið eyrun. Vaka átti móðurarf og síðan höfðum við sparað smá, þannig að við áttum meira en helming af verði íbúðarinnar þegar hún var keypt. Við ákváðum í samráði við fasteignasala og okkar ráðgjafa að velja verðtryggð lán sem voru mun hagkvæmari en óverðtryggð. Þegar þetta var þá var verðbólga undir 10% og svo sem ekkert útlit fyrir að hún færi á flug, blessunin.

Til að gera langa sögu stutta þá fór blessuð verðbólgan á mikið flug næstu mánuði og ár eftir að við keyptum íbúðina. Þega okkur tókst að selja íbúðina árið 1988 þá þurftum við að taka með okkur áhvílandi lán á íbúðinni enda stóð markaðsverð hennar ekki lengur undir nema hluta lánanna sem á henni hvíldu. Við vorum heppin, fengum lánað veð hjá foreldrum og gátum tekið lífeyrissjóðslán til 20 ára með viðunandi kjörum og gátum því skuldbreytt hluta af lánunum sem við þurftum að taka með okkur með þessum hætti.

Lífið hélt áfram og við eignuðumst aftur íbúð, verðbógulánið góða fylgdi okkur, stundum í skilum, stundum ekki en alltaf var nú greitt af því að lokum. Fyrir nokkrum árum gátum við tekið lánið af húsnæði foreldra minna og flutt á húsið okkar.  Ég ætla ekki að leggja ykkur í þunglyndi með því að segja ykkur hvað ég hef borgað mikið af þessu láni í þessi ár eða hvað verðbólguskot níunda áratugarins hefur kostað okkur.

Við greiddum síðustu afborgun af verðbólguláninu okkar núna í lok september. Ég hef alltaf verið sannfærður um að ég myndi ekki lenda í þessari stöðu aftur. Ég trúi því enn, en það lítur ekki of vel út í augnablikinu. Við höfum ekki á neinn hátt tekið þátt í fjörinu undanfarin ár, allt verið með felldu á þessu heimili, engin verðbréf, engin hlutabréf og litlir sjóðir að spila úr. En það hvílir svona tæpur helmingur af markaðverði hússins á því, ekkert voðalegt í dag en guð minn góður, ef svo heldur sem horfir, hvernig verður það á morgun......

Guð gefi ykkur góðan dag.


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Foreldrar mínir lentu í nákvæmlega þessu sama árið 82. Svona er að búa í landi heimskustu stjórnmálamannana. Það er hlegið af þeim út í heimi.

Þetta kjósa Íslendingar sér og fara í gegnum skuldafangelsi allt sitt líf.

X-D aldrei aftur.

Þórður (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband