Eignaupptaka

Þetta er ekkert annnað en hrein eignaupptaka á eigum almennings. Samanlögð verðbólga og vaxtastig eru komin á óhuggulegt ról. Það má vel vera að fyrir stjórnvöld séu skilyrði IMF aðgengileg en fyrir okkur íbúðareigendur á Íslendi eru þessar aðgerðir allar óviðunandi.

Fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga blasir við, landflótti mannauðsins dýrmæta er fyrir dyrum.

Við verðum að skipta um í brúnni strax!


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta þýðir endalok íslensks samfélags ef ekki r brugðist við af hörku

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: U4ea

Af hverju ekki að krefjast kosninga eða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðgerðir?

Varla getur það versnað ef að þjóðin fær að segja hvað hún vill gera í málunum....? 

U4ea, 28.10.2008 kl. 11:47

3 identicon

Kosningar eigi síðar en strax!

Daníel (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afnema verðtryggingu, undireins! Annars getum við allt eins farið að nota peningaseðla til húshitunar bráðum...

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki veit ég hvar þessir menn lærðu hagfræði, en mig er farið að gruna að hún hafi komið til þeirra í draumi.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Apamaðurinn

Það þýðir ekkert að væla um kosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur. Nú verður fólk að taka saman höndum og láta verkin tala! Stjórnarbylting er eina svarið þegar svona er komið!

Apamaðurinn, 28.10.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband