Yndislegt

Okkur munar ekkert um þetta, ég hefði í sporum Davíðs/IMF spýtt í lófana og hækkað vextina enn meira. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, vöruskiptajöfnuðurinn verður okkur mjög hagfelldur og öll starfsemi í landinu leggst niður. Við þurfum þá ekki að láta Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og bræðraþjóðir okkar beyta okkur fjárkúgunum út af Bretalánum Bjögganna.

Það er greinilega ekki um annað að ræða en taka því sem að okkur er rétt. Við erum ekki í neinni samningsaðstöðu lengur, gerum bara það sem okkur er sagt að gera. IMF hefur nú tekið við stjórn peningamála á Íslandi. Við höfum endanlega misst eigið forræði og sjálfstæði okkar sem Íslendingum hefur þótt svo dýrt fram til þessa.

Ekki það að ég skil þessar aðgerðir mæta vel, við höfum sýnt það með dugnaði og afgerandi hætti að Íslenska lýðveldinu er ekki treystandi fyrir fjármálum af nokkru tagi lengur.

Guð gefi Íslendingum góðan dag...


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Heyr heyr.

María Richter, 6.11.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband