Klúður

Stjórnarheimilið virðist vera þrúgað af þreytu um þessar mundir. Geir virðist ekki klár á því hvort formlegt erindi hafi borist til IMF, segir þó að þeir hafi sent 'letter of intent' á þriðjudaginn. Síðast þegar ég kannaði skúmaskotin þýðir 'letter of intent' viljayfirlýsing ekki lánsumsókn. Til að hafa þetta á hreinu þá vinna menn oft viljayfirlýsingar eða 'letter of intent' til að móta samninga áður en til þeirra er gengið. Ef rétt er haft eftir forsætisráðherra í blöðunum í morgun þá er ekki búið að senda umsókn til sjóðsins, heldur eingöngu drög að viljayfirlýsingu!

Síðan koma skilaboð til okkar Íslendinga frá Finnum í gegnum Wall Street Journal það ágæta blað að þeir þurfi meiri upplýsingar um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar áður en þeir getir tekið afstöðu til lánaveitingar alþjóða samfélgsins til Íslensku þjóðarinnar. Hvað er að? Ekki nóg með að við séum búin að gera í nytina okkar heldur virðumst við líka vera óhæf um að hysja upp um okkur buxurnar.

Jóhanna Sigurðardóttir sýnir þó engin þreytumerki og gengur fyrir skjöld í ríkisstjórninni og kallar eftir aðgerðaráætlun og það strax. Þetta er einmitt málið, ríkisstjórn landsins verður að koma með aðgerðarpakka, sem hefði auðvitað átt að vera klár fyrir margt löngu síðan. Ríkisstjórnin verður að afgreiða þetta strax annars er ljóst að hún er ekki starfhæf og verður því að rjúfa þing, mynda þjóðstjórn og boða til kosninga.


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband