Blessaðir danirnir

Blessaðir danirnir, þeir hafa nú aldrei reynst okkur neitt sérstakt haldreipi þegar á þarf að halda, mér finnst samt alltaf vænt um dani. Það er ágætt að sækja þá heim þegar allt er í lagi en þeir eru fljótir að snúast á móti öðrum þjóðum ef svo ber undir. Höfum ekki áhyggjur af dönunum þeir eru bara svona en þar fyrir utan þá skiptir það engu máli, það er ekki svo djúpt á þeim. Annars held ég að það búi fleiri íslendingar í Danmörku en í öðrum löndum utan Íslensku lögsögunnar.

FLott hjá Skjá1 að vera bara með stillimynd í gangi í gær, þeir gerðu þetta til að leggja áherslur á kröfur um aðstöðujöfnun gagnvart tekjuöflunar Íslenskra ljósvakamiðla þar sem RÚV ber ægihjálm yfir samkeppni sína. Það má ekki loka Skjá1, fyrir marga er þessi stöð eini valkosturinn utan RÚV þar sem ekki þarf að greiða fyrir aðgang að henni. Leiðin er auðvitað sú að menntamálaráðherra leggi fram áætlun um að draga úr auglýsingabirtingum á RÚV, ég er ekki endilega að segja að RÚV geti ekki birt auglýsingar en það má takmarka útsendingar auglýsinga á ríkisfjölmiðlinum, enda borgum við öll í hítina þar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Takmörkun auglýsingabirtinga á RÚV gæti bjargað Skjá1 og öðrum sem eru í samkeppnisrekstri við hið opinbera á þessum vettvangi. Björgum Skjánum.  

Hafið það sem allra best í dag!


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband