Spilling

Geri Haarde sagði á blaðamannafundi á mánudag að Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu væri saklaus eins og gaukur og jafnframt að hann hefði gefið fullkomnar skýringar á sínum viðskiptum með bréf í Landsbankanum. Bara Það að Baldri væri faglega kunnugt um stöðu bankans og að hann hafi selt sín bréf bankanum korter fyrir þrot gerir hann óhæfan til starfa, í það minnsta á hann strax að fara frá á meðan mál hans eru rannsökuð. Allt annað er óeðlilegt og telst til opinberrar spillingar.

Yfirlýst stefna stjórnvalda er að gamlir spillingarstarfsmenn sitji ekki lengur í bönkunum. Hvað þá með starfsmann í Landsbankanum sem tengist útrásarvíkingunum og ég hef talað um hér áður, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, dæmdur fyrir fjárdrátt og bókhaldssvik. Hann situr enn í sínu starfi í bankanum. Hvað með allavega tvo af nýju bankastjórunum sem stjórnuðu gömlu bönkunum jafnframt? Hvað með yfirstjórnendur gömlu bankanna sem sitja á hliðarlínunni í nýju bönkunum sem ráðgjafar? Hvað með stefnu bankanna sem er óbreytt frá því sem var? Hvað með peningamarkaðssjóðina, af hverju var dælt peningum í þá? Gæti það tengst þingmönnum, störfum þeirra og inneignum? Svona get ég haldið endalaust áfram og mun gera það þar til árangur næst!

Almenn tilfinning er sú og heyri ég þetta allsstaðar í þjóðfélaginu að fólk óttast að menn muni ganga frá spillingunni og halda áfram. Að engu verði eirt þar til búið verður að einkavæða upp á nýtt og tryggja nýju ríkisfyrirtækin í hendur gæðinga spillingarinnar. Allt bendir til þess að þetta sé nú stefna stjórnvalda og slíkt verður að stöðva nú þegar. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn sem vinna í umboði þjóðarinnar vinni fyrir fólkið í landinu, fólkið sem kaus þá. Ekki fyrir spillingaröfl sem stöðugt krefjast þess að fá meira og meira.  

Gangi ykkur allt í haginn í dag.


mbl.is Ráðuneytisstjóri hugsanlega innherji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gengið á Geir Hilmari hefur fallið mikið og hratt síðustu vikur. Ég held að hann hafi verið almennt mjög vel liðinn og fólk borið mikið traust til hans, undirritaður meðtalinn. Komið hefur hinsvegar betur og betur í ljós að hann er vanhæfur flokksdindill sem lítur á það sem sitt mikilvægasta ef ekki eina hlutverk að standa vörð um pólitíska spillingu auk þess að hanga eins og hundur á roði á þeim völdum sem flokkurinn og hann hafa.

<>Valdhrokinn og verluleikafyrringin eru með ólíkindum. Úrræðaleysið er algjört. Dómgreindarleysið sláandi. Ákvarðanafælnin brjóstumkennanleg og svona mætti halda lengi áfram. Maðurinn hefur valdið miklum vonbrigðum sem og aðrir í þessari ónýtu og úrræðalausu ríkisstjórn.

Fannar (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband