Hvenær fá menn nóg?

Hvenær fá menn nóg? Skyldi það ekki vera einsdæmi í vestrænu ríki að seðlabankastjóri geti haldið heilli ríkisstjórn í heljargreipum? Hvers lags vald er það sem maðurinn hefur? Það er einfaldlega með ólíkindum að ríkisstjórnin skuli láta seðlabankastjóra ganga yfir sig með dylgjum, hótunum og dónaskap í formi hálfkveðinna vísna um vitneskju og mögulega endurkomu í stjórnmál.

Í huga flestra er ekki um annað að ræða en láta manninn fara, ég ætla ekki að gera lítið úr störfum Davíðs, sem er snjall maður, það fer ekki á milli mála. Hann er samt blessaður gangandi dæmi um mann sem hefur fyrir langa löngu misst sig algerlega í valdhroka sem engu er líkur.

Það er nauðsyn að setja ákveðnar reglur um fagmennsku við stjórn seðlabanka og annarra ríkisstofnana. Útbrunnir pólítíkusar eiga ekki undir neinum kringumstæðum að fá í hendurnar slíkan póst sem Seðlabanki er. Ef brottvikning Davíðs hefur það í för með sér að hann fari aftur í stjórnmál, þá gott og vel, ef hann kemst aftur til áhrifa sem pólitíkus þá er það þó vilji þeirra sem hann kjósa. Þegar upp er staðið ætti nefnilega allt að snúast um lýðræði, þó svo að margir upplifi misbresti í lýðræðinu um þessar mundir.

 

 


mbl.is Man ekki eftir símtali við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stend sjálfur í sömu pælingum.  Skil ekkert lengur!  Að Íslandi og Íslendingum er hlegið í Svíþjóð.  Hversonar erkifífl við hljótum að vera að láta þessa menn stýra okkur út í fenið aftur og aftur og að við lærum aldrei af mistökunum.

Hversu oft hafa ekki stjónmálamenn borið fyrir sig gleymsku?  Kennt öðrum um frávik sín frá drengskap og góðum siðum.  Ég verð að játa að framkoma stjórnmálamanna og spillingarliðið allt vekur velgju hjá mér, já mér verður flökurt!  

Heillavænlegast væri að allt spillingarliðið færi frá og utanþingsstjórn stýrði landinu fram til kosningadags. 

Baldur Gautur Baldursson, 5.12.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Fritz Már Jörgensson

Það merkilega við þetta er að við erum ekki fífl þó svo að það líti út fyrir það á stundum. Ég velti því líka fyrir mér hversu langt við ætlum að hleypa spillingunni og ósómanum....

Fritz Már Jörgensson, 5.12.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband