Haust

 Það er kominn tími til að láta gamalt blogg taka sig upp aftur. Það kom til álita hjá mér að skýra fjarveru mína en ég ætla að sleppa því. Það hefur ekkert breyst á þessum tíma hvort eð er. Eins og um daginn þegar ég fyrir tilviljun tók upp tveggja mánaða gamlan Mogga á biðstofu og áttaði mig ekki á því að ég væri að lesa gamalt blað nema fyrir algjöra tilviljun.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort fólk sé fífl. Niðurstaðan er að almennt er fólk ekki fífl. Mér fannst fyndið að lesa um sameiningu gömlu framsóknarviðhorfanna og besta flokksins um framboð til Alþingis fyrir næstu kosningar. Aðallega finnst mér það fyndið af því að ég hef komist að ofangreindri niðurstöðu varðandi það hvort fólk sé fífl. Annars er svo fallegt veður að ég nenni varla að skrifa mikið um pólitík eða fífl í dag.

Haustið er að hefja innreið sína. Umhverfið verður fljótlega eins og í ævintýralandi. Litir regnbogans verða ráðandi, fallegu gulu og rauðu litirnir sem boða vetrardvala trjánna verða allt í kringum okkur. Sólin skín og himininn er blár. Haustið er tími sem svo sannarlega er hægt að njóta. Síðan kemur veturinn, eins og í pólitíkinni þar sem veturinn hefur verið alltof langur. Og þá snýst málið um að þrauka. Lifa af myrkrið og kuldann þar til fer að vora að nýju.

Annars er aðalmálið að muna það að: Fólk er bara alls ekki fífl... almennt.


Gleðilegt nýtt ár

Satt að segja þá verð ég að óska þess að á nýju ári verði ekki jafnmikið tilefni til fréttabloggs og á því sem er að líða, ég er þó hræddur um að slík óskhyggja sé óraunhæf.  

Færi öllum nær og fjær mínar bestu óskir um gleðilegt nýtt ár með bestu þökkum fyrir allt gamalt og gott.

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.


Landráð?

Ef að satt reynist að einhver yfirstétt eða leynifélag viðskiptajöfra hafi staðið í því að gera svikasmninga við sjálfa sig, samninga sem færðu þeim þúsundir milljóna án nokkurar fyrirhafnar, þá held ég að menn ættu að athuga hvað landráð fela í sér í ljósi þeirrar stöðu sem þjóðin er komin í.

Það er með ólíkindum að hugsa til þess að græðgin hafi fengið menn í verknaði sem fela í sér undanskot á milljónaþúsundum sem hafa síðan verulega alvarleg áhrif á samfélagið sem við búum í.

Það er nauðsynlegt að meðferð mála af þessu tagi verði með einhverjum hætti gerð gagnsæ þannig að ekki myndist slúður og kjaftasögur eins og tröllríða nú samfélaginu. Ég ítreka hér góða hugmynd sem ég held að sé ættuð frá Helga Hjörvar og gengur út á það að opna aðgengi blaðamanna, stjórnmálafræðinga og annarra sem vilja skoða og rannsaka, að rannsóknargögnum mála. Þetta gerðu þjóðverjar með Stasi gögn og gaf það góða raun. Það sleppur þá enginn í gegnum klíku!

Hafið góðan dag og látið ykkur alltaf líða sem allra best..

 


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kominn tími til að frysta eignir...

Hvað skildi það þýða að stjórnendur Kaupþings hafi fært eðal viðskiptavinum gríðarlegar fjárhæðir með þessum hætti. Ekki hafa mennirnir ímyndað sér að þeir kæmust upp með þennan gjörning, eða hvað? Við erum öll að upplifa pirring yfir tímanum sem allt tekur þegar kemur að uppstokkunum, hreinsunum og rannsóknum á bönkunum. Eitt af öðru koma þó málin upp á yfirborðið og munu halda áfram að koma upp á yfirborðið. Við sjáum hér að verið er að vinna í málum af fumleysi, hér sjáum við líka hvert er hið raunverulega afl í hruni efnahagskerfis Íslands.

Við getum borið ástandið saman við borgarísjaka sem er að koma upp á yfirborð sjávar, fyrst kemur örlítill hluti hans, síðan eru 10% af fleti hans sjáanlegir auganu. Við erum rétt að byrja að sjá yfirborðið gárast. Janúar, febrúar og mars verða Íslendingum áfallsmánuðir, í kjölfarið verða erfiðir tímar.  

Hafi einhvern tímann verið tilefni til að frysta eignir ákveðinna aðila þá er það núna. Við erum að tala um að gríðarlegum upphæðum hafi hugsanlega verið stolið -EITT HUNDRAÐ ÞÚSUND MILLJÓNIR- hugsið ykkur firringuna og ruglið í þessum mönnum. Mér finnst ástæða til að fagna því að þetta mál sé komið í hendurnar á lögreglunni.

Og bara að lokum munum það að: Fólk er ekki fífl... Hafið það sem allra best í dag.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söfnunarreikningur

Kannski við ættum öll að slá saman og safna aðeins fyrir hana blessaða, það hlýtur að verða erfitt að lifa á skitnum 1500kalli á mánuði, aumar 18millur á áriog það í kreppu þegar allt er orðið svona dýrt.. Vonum að bankinn sjái sóma sinn í að borga fyrir hana bensín á bílinn sem þeim hefur tekist að þröngva upp á blessaða konuna..

Ég er ansi hræddur um að það skipti ekki máli hvað laun bankastýrunnar verða lækkuð mikið, það verður ekki friður um hana í nýja bankanum. Ég er ekkert að setja út á hana sem persónu enda þekki ég ekki til hennar og eflaust er hún vænsta manneskja. Hins vegar er mín skoðun sú að fyrst svo er komið sem raun ber vitni, þá er ekki um annað að ræða en skipta út öllum sem komu að yfirstjórn gömlu bankanna.

Eigið þið gleiðileg jól (ef að ég nenni ekki að blogga á morgun) og hafið það sem allra best. Og bara svona að lokum þá munum það að: Fólk er ekki fífl.


mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt hjá Ólafi

Það að mínu mati jákvætt að Ólafur skuli fara fram á launalækkun, betra væri ef fleiri færu fram með þessu fordæmi. Á Alþingi var, síðast þegar ég vissi, enn verið að karpa um eftirlaunafrumvarpið svokallaða, þingmenn margir vilja frekari umræður um frumvarpir, aðrir hald því fram að verði eftirlaun þingmanna lækkuð þá verði að hækka laun þeirra á móti kjaraskerðingunni.

Nú er nauðsyn að allir taki á sig lækkun kjara ekki bara almúgi þessa lands, þetta er ágætt fordæmi hjá forsetanum.  


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt skref númer tvö

Hér kemur jákvætt skref hjá stjórnendum Landsbanka, svona þarf að halda áfram eigi bankar landsmanna að eignast traust hjá eigendum sínum og viðskiptavinum (sami hópurinn). Það virðist nefnilega gleymast að almenningur á bankana. Hvort um er að ræða þvingaða uppsögn skiptir ekki máli aðalmálið er að tengingar Brynjólfs við fortíðina eru óásættanlegar.

Meira svona takk. Og bara að lokum svona til áminningar: Fólk er ekki fífl.. 

 


mbl.is Innri endurskoðandi óskast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað bankafólkið

Blessað bankafólkið það er auðvitað ekki hægt að láta það lifa í óvissu um fjármál sín, hvað þá heldur að fara fram á að það standi við skuldbindingar sínar...

Verði skuldbindingum starfsfólks gömlu bankanna vegna hlutabréfakaupa í gömlu bönkunum rift þá sjáum við að stjórnendur bankanna og skilanefndir svífast einskis í spillingunni. Finnur Sveinbjarnarson segir í greininni að það sé óþægilegt fyrir þetta fólk að lifa í óvissu um sín fjármál! Hvað með stóran hluta þjóðarinnar, sem lifir í mikilli óvissu um sín fjármál meðal annars vegna eignaupptöku ríkisins í gegnum vísitölutryggð lán. Hvað með þann hluta þjóðarinnar sem mun væntanlega verða án atvinnu á næsta ári..

Hvað með fólkið sem raunverulega þarf að hafa áhyggjur af?

Hafið það sem best í dag.


mbl.is Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta skref

Guð láti á gott vita, það koma fram óskir í yfirlýsingu Tryggva um að Landsbankinn öðlist núna, ''Þann starfsfrið sem hann á skilið'', þá vona ég það líka. Starfsfriðurinn sem þarf að tryggja í Landsbankanum er sá að stjórnendur sem tóku þátt í að leiða spillinguna í gamla bankanum fylgi í fótspor Tryggva. Þetta var ágætt fyrsta skref en alls ekki neitt annað.

Næstu skref eru að skipta út yfirstjórnendum sem tengjast gömlu bönkunum, taka til í skilanefndunum og stjórnum sem eru litaðar af tengingum við gömlu spillingar öflin. Það skiptir ekki máli hvað þetta kostar skattborgara. Við almenningur og öryrkjar og aldraðir höfum greinilega að mati stjórnvalda nógu breitt bak til að borga brúsann. 

Og bara svona að lokum til áminningar fyrir okkur öll þá er; fólk ekki fífl.

Hafið það gott í dag.

 


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð forði okkur frá vitleysunni

Ekki batnar það nú ef fyrrverandi viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs og meðeigandi hans að skútunni í USA, hét hún ekki Viking, ætlar að fara að leiða mótmæli og taka þátt í endurreisn landsins. Guð forði okkur frá því að menn sem reyndu að fljóta með á skútunni sem allt sigldi í kaf ætla svo að koma heim til að bjarga þjóðinni. Með því meðal annars að opna lágvöruverðsmarkað á Íslandi, var þessi gaur ekki búinn að klúðra einu svoleiðis dæmi í USA með sínum gamla partner Jóni Ásgeir. Ef ég man rétt þá voru þeir saman í spillingarplögginu þessi gaur og Tryggvi gamli Baugsmaður sem nú er í Landsbankanum. Það bara gekk ekki upp og þessi Jón Gerald fór einfaldlega í fílu af því að hann fékk ekki að vera með.

Vona af öllu hjarta að við fáum einhverja hreinni menn í endurreisnina en gamla þátttakendur í  hringborði spillingarinnar.


mbl.is Jón Gerald mótmælir í Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband