Sjitt

Krónan er ónýt. Skuldir sem Íslenska ríkið þarf að standa undir eru hrikalegar. Rússalánið dugir ekki jafnvel þó að það fáist. Við eigum enga kosti aðra en að fá strax aðstoð frá alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hvað þýðir þetta?

Aðalmálið eru skilyrði gjaldeyrissjóðsins. Þeir munu ekki fara fram á aðgerðir hér eins og í þriðja heims ríki. Við erum með fínan infrastrúktúr, litla pólitíska spillingu (skv. öllum stöðlum) og háþróað samfélag almennt. Þannig að sjóðurinn mun ekki senda hér inn her manna til að taka yfir ráðuneyti og stofnanir. Sjóðurinn mun örugglega gera kröfur um hátt vaxtastig og þar með hægari styrkingu krónunnar. Af hverju?

Til að tryggja það að fjármunir verði ekki fluttir úr landi í stórum stíl. Og hvað þá? Jú, það leiðir í aukið atvinnuleysi og mikla verðbólgu. Við gætum verið að horfa á endurtekningu á tímabilinu 1982-1984 þegar eignir unga fólksins brunnu upp á skömmum tíma. Tugprósentu verðbólga gæti orðið staðreynd. Afleiðingarnar yrðu miklu verri núna þar sem mun stærra hlutfall þjóðarinnar er með húsnæðislán verðtryggð í dag. Ég ætla ekki að auka á ÁHYGGJUR manna með því að reikna eitt eða neitt út, það getur hver gert fyrir sig. Hugsanlega er það eina skynsamlega í stöðunni að hætta að borga af lánum og leyfa lánadrottnum að hirða draslið...

Okkar sterkasta leið er að gefa yfirlýsingu um að við ætlum að sækja um aðild að EB. Umsóknarferillinn tæki sennilega stuttan tíma og við kæmumst tiltölulega fljótt í skjól EB.

Gangi ykkur allt í haginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband