Blessuð sauðkindin

Það skildi þá aldrei verða að blessuð sauðkindin reddaði okkur þegar upp er staðið. Ef forsetafrúin notar lopapeysur við öll tækifæri þá held ég að við ættum að fara að prjóna, öll sem eitt. Ekki það að ég á lopapeysur og nota alltaf við hin ýmsu tilefni enda alkunna á meðal okkar íslendinga að lopapeysur eru góðar flíkur.

Það er gott að vita að Dorrit sé bjartsýn á framtíðina, Óli með vinnu næstu fjögur árin og sennilega eitthvað smá í bankahólfi á góðum stað.

Ég er sannfærður um að styrkur okkar liggur í sköpunarkrafti þjóðarinnar. Nú tökum við okkur saman í andlitinu og hvetjum fólk til góðra verka. Búum til meira úr lopanum, aukum innlenda matvælaframleiðlsu, aukum sérhæfða framleiðslu til útflutnings, aukum hugbúnaðarframleiðslu og gefum öllu tækifæri. Kennum fólki að velja og hafna í verkefnum, kennum fólki að greina, skapa og reka. Notum okkur hina miklu þekkingu íslenskra frumkvöðla og fræðara. Setjum fjármagn í frumkvöðlafræðslu og frumkvöðlauppbyggingu, styrkjum markvisst sprotafyrirtæki og sprotastarfsemi. Þar liggur tækifæri Íslensku þjóðarinnar.   


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband