Drottningin

Hekla er yndislegt fjall, hún felur oft á sér toppinn undir mjúku fallegu mistri. Stundum sýnir hún hann líka, fallegan en ljóslega hættulegan líka. Hlíðar hennar eru heitar á köflum. Hún er lifandi. Við persónugerum Íslensku eldfjöllin, stundum finnst mér engu líkara en Hekla sé raunveruleg drottning Íslenskra eldfjalla. Hún gýs á tíu ára fresti um þessar mundir og er búin að vera tilbúin í það verk í nokkurn tíma.

Ég hef tekið þátt í því að planta Birki á Rangárvöllum tengt átaki sem heitir Hekluskógar en markmiðið er að græða upp að nýju stærsta Birkiskóg á Íslandi sem var í nágrenni drottningarinnar, yndislegt og verðugt verkefni að klæða landið okkar í þjóðbúninginn sinn þar sem það á við. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga afdrep ekki langt frá drottningunni og ég get vitnað um það hér að þar er yndislegt að vera. Útsýni fallegast á Íslandi og náttúran með eindæmum.

Hekla mun alveg örugglega gjósa innan tíðar, það er ekkert sem getur stöðvað hana, hvorki efnahagsástand né annað ástand. Hekla heldur sínu striki, þegar hún gýs þá gýs hún. Við verðum að sýna drottningum virðingu, fara vel að þeim og gæta fyllstu varúðar og nærgætni í umgengni við þær. Hekla er þannig, við verðum að umgangast hana af þeirri virðingu og varfærni sem hún á skilið.

Förum varlega við Heklurætur, drottningin gerir ekki boð á undan sér. 


mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband