24.10.2008 | 14:02
Siðferði
Hér virðist það vera að gerast sem svo margir í kringum mig hafa óttast. það virðist vera rétt sem sagt hefur verið að siðferði manna eins og Björgólfs Thors er sennilega á mjög lágu plani. Hann hefur greinilega ekki erft heilindi föður síns. Séu þessar fréttir sannar að Björgólfur Thor Björgólfsson sé að kaupa sínar gömlu eignir í Landsbankanum í Bretlandi í gegnum Straum þvert á vilja ríkisstjórnar Íslands eru það gríðarleg vonbrigði.
Þessi frétt er sorglegri en tárum tekur, sorglegt að heyra að einn af stóru útrásarvíkingunum sé kominn í lið með Bretum sem hafa nánast líst yfir stríði við Ísland. Sorglegt fyrir það að flestir stóðu í þeirri meiningu að þeir Björgólfur væru í skásta flokki siðferðisins.
Bresk blöð taka taum Íslendinga í morgun eftir að hafa fengið í hendur útskrift á samtali þeirra Árna og Darlings, þar sem fram kemur að Darling virðist hafa farið ansi fjálslega í túlkunum sínum. Síðan virðist allt vera að hrynja allsstaðar í kringum okkur í þessum furðulega efnahagsheimi okkar, það skyldi þá aldrei vera að Bretar þyrftu að deila með okkur björgunarbátum.
Guð gefi ykkur góðan dag...
Bretar selja eignir Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var aldrei sammála og þetta hefur ekki komið mér á óvart. Gamli minnti mig alltaf á mafíósi og yngri á pókerspilara.
Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 14:56
Bestu björgunarbátarnir eru nú eins og íslenska efnahagsundrið, fullir af lofti...
Ár & síð, 24.10.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.