25.11.2008 | 23:48
Sunnudagsbíltúrar
Nú verður bara að taka upp sunnudagsbíltúra að nýju. Farinn verður svokallaður auðmannarúntur, ekið á milli húsa vikinganna sem eru að sjálfsögðu hvert öðru glæsilegra enda þurfa þeir í sínum blankheitum ekki að hafa áhyggjur af vísitölutryggingu á lánum. Blankheitin og stressið á þessum bæjum snúast örugglega um það hvernig í ósköpunum blessað fólkið ætli að fara að og kannski bara með nokkur hundruð milljónir á lausu. Skemmtilegur leikur á auðmannarúntinum væri að fjölskyldan gæti reynt að geta sér til um það hvernig bílar væru í næstu auðjöfurs innkeyrslu.
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.