Til hamingju með þetta skref

Áætlun ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja í landinu er góð. Mér virðist í öllu óðagotinu sem við höfum orðið vitni að undanfarið sé hér loks að fæðast áætlun sem er ígrunduð og í öllum grunnatriðum vel útfærð. Til hamingju með þetta skref, svo ég noti nú enn einu sinni góða setningu Þorgerðar Katrínar, Guð láti á gott vita.

Þá er komið að því sem skiptir máli, við venjulegt fólk í þessu góða landi gerum kröfur um að fá leiðréttingu á okkar kjörum. Við viljum að þeir sem eiga að borga, borgi. Við erum ekki í þeim hópi sem á að borga allan brúsann. Við erum ekki til í að borga skuldir óreiðumanna með íbúðum okkar og absúrd vísitölu á lánum sem leggst ofan á höfuðstól skynsamlegra lána hjá skynsamlegu fólki. Nei takk.

Fyrst að hægt er að gera svo skynsamlega áætlun til bjargar fyrirtækjum í landinu þá er hægt að gera skynsamlega áætlun til bjargar heimilum í landinu. Og bara svona til að minna á það: Fólk er ekki fífl.........

Góðar stundir

 


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband