20.12.2008 | 11:48
Blessað bankafólkið
Blessað bankafólkið það er auðvitað ekki hægt að láta það lifa í óvissu um fjármál sín, hvað þá heldur að fara fram á að það standi við skuldbindingar sínar...
Verði skuldbindingum starfsfólks gömlu bankanna vegna hlutabréfakaupa í gömlu bönkunum rift þá sjáum við að stjórnendur bankanna og skilanefndir svífast einskis í spillingunni. Finnur Sveinbjarnarson segir í greininni að það sé óþægilegt fyrir þetta fólk að lifa í óvissu um sín fjármál! Hvað með stóran hluta þjóðarinnar, sem lifir í mikilli óvissu um sín fjármál meðal annars vegna eignaupptöku ríkisins í gegnum vísitölutryggð lán. Hvað með þann hluta þjóðarinnar sem mun væntanlega verða án atvinnu á næsta ári..
Hvað með fólkið sem raunverulega þarf að hafa áhyggjur af?
Hafið það sem best í dag.
Lykilstjórnendur bankans lifa í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sumir eru jafnari en aðrir
SM, 20.12.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.