Landráð?

Ef að satt reynist að einhver yfirstétt eða leynifélag viðskiptajöfra hafi staðið í því að gera svikasmninga við sjálfa sig, samninga sem færðu þeim þúsundir milljóna án nokkurar fyrirhafnar, þá held ég að menn ættu að athuga hvað landráð fela í sér í ljósi þeirrar stöðu sem þjóðin er komin í.

Það er með ólíkindum að hugsa til þess að græðgin hafi fengið menn í verknaði sem fela í sér undanskot á milljónaþúsundum sem hafa síðan verulega alvarleg áhrif á samfélagið sem við búum í.

Það er nauðsynlegt að meðferð mála af þessu tagi verði með einhverjum hætti gerð gagnsæ þannig að ekki myndist slúður og kjaftasögur eins og tröllríða nú samfélaginu. Ég ítreka hér góða hugmynd sem ég held að sé ættuð frá Helga Hjörvar og gengur út á það að opna aðgengi blaðamanna, stjórnmálafræðinga og annarra sem vilja skoða og rannsaka, að rannsóknargögnum mála. Þetta gerðu þjóðverjar með Stasi gögn og gaf það góða raun. Það sleppur þá enginn í gegnum klíku!

Hafið góðan dag og látið ykkur alltaf líða sem allra best..

 


mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Ég bíð mjög spenntur eftir næstu viðbrögðum kerfisins við þessari frétt.

Hvað sagði efnahagsbrotadeildin? Við erum bara að skoða, ekki rannsaka neitt??

Jón Ragnar Björnsson, 29.12.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband