Óhuggulegt

Sérfræðingur á vegum Sameinuðu Þjóðanna Martin Scheinin bendir á að aðgerðir breta gagnvart okkur sé dæmi um hvernig hægt sé að misnota lagasetningar.   

Scheinin tala um að Þetta sé vísbending um hættuna á því að menn misnoti aðgerðir eða lög sem sett eru til að verjast vá af einhverju tagi. Ef við þurfum að hafa áhyggjur af einhverju þá er það misnotkun af þessu tagi. Lög um varnir gegn hryðjuverkjum höfðu í lok tuttugustu aldar og byrjun þessarar verið lögð fram bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi en áttu ekki upp á pallborðið vegna þess hve gróflega misnotkun á réttindum fólks og þjóða þau voru talin geta boðið upp á. Eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York 9 september 2001 kvað annan tón við þegar fylgismenn þessara laga gátu keyrt þau í gegn beggja vegna Atlantshafsála án mikillar mótstöðu.

Okkur Íslendingum ber skylda til að vekja enn frekar máls á því órétti sem við höfum verið beytt með notkun bresku hryðjuverkalaganna gegn okkur.  Forsætisráðherra sagði í Kastljósinu í gær að við myndum ekki láta kúga okkur. Höfum það að leyðarljósi, látum ekki kúga okkur.


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

Heyr heyr! Lifi byltingin.

mbk. Alli

Alfreð Símonarson, 23.10.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: María Richter

Algjörlega sammála þér Fritz.  Þessi lög eru ólög og hafa snúist algjörlega í andhverfu sína og er þá ekki markmiðum hryðjuverkamanna náð?

María Richter, 23.10.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Fritz Már Jörgensson

Dittó

Fritz Már Jörgensson, 23.10.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband