Nú er nóg komið!

Hérna sjáum við enn eina vísbendinguna um hvernig faglegum vinnubrögðum í seðlabankanum er háttað. Nú er nóg komið! Síðast þegar ég athugaði málið vorum við búin að finna út úr því að þessar endalausu vaxtahækkanir virka bara alls ekki. Vísitalan fýkur upp (þar vegur mikið verð á dekkjum, skóm og fatnaði), vextirnir fara í sögulegar hæðir. Nú er nóg komið! Hvað með fyrirtækin í landinu? Hvað með einstaklinga í landinu - heimilin sem átti að bjarga? Nú er nóg komið!

Það verður að stöðva strax gjaldþrotastefnu peningamálastjórnarinnar í landinu. Það verður að stöðva mistakastefnu seðlabankans, það verður að skipta um stjórn í brúnni, við verðum að fá vitrænar aðgerðir -ekki sjálfsmorðsstefnu. Nú er nóg komið!

Legg til að við sendum út neyðarkall upp á gamla mátann -þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt, látum SOS merkið berast á öldum ljósvakanna þar til við fáum raunverulega björgun. Það er nóg komið!


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband