5.11.2008 | 09:24
Orðlaus
Almenningur er einfaldlega orðlaus yfir þessum tíðindum af yfirbreiðslum og sjálftöku Kaupþingsmanna. Var blessað bankafólkið svo einfalt að halda að það kæmist upp með þetta? Hvernig var staðið að þessu í hinum bönkunum, hvernig eru skuldaskilin þar?
Almenningur vill fá að vita hvað varð um milljarðatugina (tugþúsundir milljóna) sem millifærðir voru nokkrum dögum fyrir yfirtöku Kaupþings til landa þaðan sem ekki er gott að fá upplýsingar, hverjir stóðu fyrir þeim gjörningi? Hvernig í ósköpunum gat þekktur einstaklingur úr viðskiptalífinu, sem að sögn var ekkert í of góðum málum á því augnabliki, keypt hlut í Landsbankanum fyrir 10milljarða (10þúsund milljónir) og fengið lánað 100%, án framlagðra ábyrgða, örfáum dögum áður en bankinn fór á hliðina. Hverjir áttu bréfin sem hann keypti? Hvert fóru peningarnir fyir viðskiptin? Skyldi hann hafa fengið eitthvað fyrir ómakið? Hvað næst?
Annars er allt í þessu fína. Fallegur dagur fram undan eftir óveðrið í gær. Obama forseti í Bandaríkjum Norður Ameríku, vona að Guð láti á gott vita þar. Þorgerður Katrín, sú prýðiskona að mér finnst, er í vandræðum, það er ekki gott, spennandi að sjá hvernig hún leysir sig út úr því máli. Jón Ásgeir á ennþá alla fjölmiðlanna, hann má þó eiga það að það hafa ekki verið nein drottningarviðtöl við hann í hans fjölmiðlum. Íslendingar keyptu brennivín fyrir 397 milljónir á föstudaginn, talandi um blankheit og kreppu. Samson er farið á hausinn, hver hefði trúað því fyrir ári síðan. Annars er bara allt í þessu fína....
Guð gefi öllum góðan dag!
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fritz Már, það er rétt að spyrja ráðamenn hvers vegna í ósköpunum ekki er fyrir löngu hafin lögreglurannsókn á málinu.
Sigurjón Þórðarson, 5.11.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.