Kvíabryggja - nýsköpun

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott! Sem gamall áhuga og baráttumaður um fjarvinnslu á landsbyggðinni og þáttakandi í stórum slíkum verkefnu í gegnum tíðina þá verð ég að segja að nú er tækifæri. Stór opinber framkvæmd gæti orðið til við gríðarlega uppbyggingu og stækkun fangelsisins á Kvíabryggju. Orsök þessarar stækkunar fangelsisins, bankastarfsmenn, gætu síðan orðið kjarni nýju fjarvinnslunnar á Kvíabryggju.

Þegar tugir eða hundruðir bankastarfsmanna með lykilhæfni eru losna úr störfum sínum að ég tali nú ekki um þar sem þeim verður væntanlega safnað saman á einn stað, Kvíabryggju. Þá er algerlega lag til þess að byggja upp myndarlega fjarvinnslu á landsbyggðinni. Við getum til dæmis boðið bönkum á Jersey, Cayman Islands eða jafnvel í Sviss upp á svokallaða bakvinnslu í fjarvinnsluverinu á Kvíabryggju. Ég er viss um að Indverjar sem leiða alþjóðleg fjarvinnsluver eiga ekki smugu í okkur í þessum bísness. Við getum boðið upp á best menntaða starfsfólkið, starfsfólk sem er svo ríkt að það þarf tæplega nokkur laun framar. Sem viðskiptahvetjandi viðbót getum við boðið upp á svokallaða -hvarf þjónustu- sem snýst í stuttu máli um það, að við getum í Fjarvinnslunni á Kvíabryggju látið peninga hverfa fyrir fullt og allt, án þess að nokkur geti nokkurn tíma fundið neitt út úr því.

Veit einhver símann hjá Björk.  Eða, nei annars, geriði mér greiða hringið í hana eða sendið henni meil og látið hana vita að það er búið að finna hinn eina sanna sprota  Íslenskrar nýsköpunar og takið eftir það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjármögnun verkefnisins....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband