Þjóðarþrot!

Umsókn lánafyrirgreiðlsu Íslendinga hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum var frestað fram á mánudag. Forsætisráðherra segir að þetta sé vegna tæknilegra ástæðna. Hugsanlega hefur hann blessaður skrifað í vitlausa línu á skuldabréfinu. Kannski hefur forsætisráðherra og aðrir meðlimir í ríkisstjórn Íslands gleymt að lesa skilmálana sem eru prentaðir aftan á skuldabréfið.

Vitleysan tekur engan endi, VR búið að gera í nytina sína, menntamálaráðherra í djúpum, lífeyrissjóðirnir í bananaleiknum á fullu. Undrar einhvern að engin vilji lána okkur, ef ég væri í sambærilegri stöðu sem einstaklingur þá myndi enginn lána mér. 

Við eigum fáa kosti. Gætum gengið að frelsissviptingunni sem alþjóðasamfélagið vill beita gegn Íslensku þjóðinni. Nánar tiltekið að afsala okkur fullveldinu, samþykkja allt sem bretarnir vilja og þiggja ölmusuna sem að okkur er rétt. Grafa komandi kynslóðir í skuldafen spilltra viðskiptajöfra og stjórnmálamanna. Horfa á stórkostlegan landflótta frá lýðveldinu, horfa á eignir okkar brenna upp til einskis. Upplifa það að ekki sé hægt að treysta ráðamönnum þjóðarinnar á ögurstundum.

Önnur leið gæti þá verið að reka breska sendiherrann úr landi, kalla sendiherra Íslands heim frá bretlandi, henda fulltrúum IMF úr seðlabankanum, lækka stýrivexti í 3%, afnema verðtryggingu lána með neyðarlögum, taka jöklabréfaskellinn, selja ál, orku og fisk eins og við megum lífið leysa. Bjóða systkinum okkar í Rússlandi eða Kína aðgang að höfnum og flugvöllum fyrir hæfilega greiðslu. Prenta peninga og lifa orðsporið til fulls. Að lokum er rétt að benda á námskeið sem norræna félagið heldur um þessar mundir fyrir Íslendinga sem vilja flytja úr landi.

Allt lyktar af upplausn hjá stjórnvöldum þjóðarinnar. Úr því sem komið er, sérstaklega þar sem tíminn hefur ekki unnið með okkur að neinu leyti, þá er best að rjúfa þing, skipa bráðabirgða þjóðstjórn og boða til kosninga.

Gangi ykkur vel! 


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við getum líka aflað tekna í samræmi við útgjöld.

Sigurður Þórðarson, 6.11.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband