17.11.2008 | 09:11
Einn eftir!
Steingrímur og hans fólk í Vinstri Grænum sitja nú ein eftir í andstöðu við aðildarumsókn til EB. Aðrir flokkar virðast ætla að taka undir með Samfylkingunni þegar kemur að vilja til að ganga í EB, ég að vísu veit ekki hver afstaða Frjálslyndra er en held að það skipti ekki máli. Annars hlýtur Steingrímur að vera orðinn þreyttur í hægri hendinni, hann er búinn að vera með hnefann á lofti svo lengi að það hlýtur að vera farið að taka verulega á. Ég þakka fyrir það að Steingrímur og hans fólk skuli ekki sitja við stjórnvölinn í dag, hvílík hörmungarsaga það hefði orðið, þá hefði verið hægt að nota þetta ágæta orðatiltæki með réttu; lengi getur vont versnað.
Stjórnvöld áttu ekki annan kost en að ganga til þessara samninga það hlýtur öllum að vera ljóst, bandamenn Íslendinga voru engir lengur og þvingun alþjóða samfélagsins alger. Þegar ég segi þvingun þá er ég ekki að segja að mér finnist neitt óeðlilegt við það. Það er eðlilegt að maður borgi skuldir sínar eða í það minnsta semji um þær með viðráðanlegum hætti. Vonandi verður þetta til þess að fólk fái að vita hvað það þarf að fást við á næstunni. Það er eðlileg krafa okkar þegna landsins að við fáum að vita hvað er í spilunum.
Stjórn míns gamla góða félags Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skorar nú á stjórnvöld að boða til kosninga sem allra fyrst eftir áramót í ályktun sem gerð var í gær. Til hamingju með þetta Samfylkingarfólk í Reykjavík, þetta eru góð vinnubrögð.
Gangi ykkur allt í haginn í dag!
Lengi getur vont versnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tid reynid ad telja okkur tru um tad ad tessi uppgjof en ekki samningur hafi verid eina lausnin.
Talsmonnum Samfylkingarinnar er allra sist treystandi til tess ad halda a hagsmunum tjodarinnar i tessum malum. Hja teim kemur ESB numer 1, 2 og 3 og svo kemur kanski tjodin.
ESB valdi kugadi okkur, allt i bodi SAMFYLKINGARINNAR !
Okkur var ekki einu sinni leift ad fara med okkar mal gagnvart Bretum og Hollendingum fyrir domstolana, eins og grundvallar rettur allra er sem bua i svokolludum rettarrikjum.
Nei tad gaeti reynst fordaemisgefandi og of haettulegt fyrir ESB skrifraedid, vegna tess ad ta kaemi i ljos ad allt regluverk ESB gaeti ridad til falls og tad maetti alls ekki ske. Ad folkid i ESB londunum gaeti ta kanski sed ad fot keisarans vaeru ur engu !
Tetta tok svokalladur Utanrikisradherra Islands heilshugar undir, vegna tess ad hja henni kemur ESB alltaf fyrst !
Svei tessu landradahyski i SAMFYLKINGUNI !
ENN ER SJALFSTAEDISFLOKKURINN OG ALLT SPILLANGARLIDID VID VOLD, I BODI SAMFYLKINGARINNAR !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 09:35
Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki, en mér er illa við þá tilhugsun að Ísland muni gefast Evrópubandalaginu á vald. Myndum við ekki kunna vel við vistina, er engin útleið. Einu sinni í bandalaginu, alltaf þar!
Ég vona að Ísland og Íslendingar beri til þess gæfu að ALDREI verða beinir meðlimir í þessu vonda fjölþjóðaskrímsli.
Baldur Gautur Baldursson, 17.11.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.