Traust á erfiðum tímum

Það eru erfiðleikar framundan um það held ég að enginn efist og þá er spurningin hvernig Íslendingar ætla að takast á við slíkt skeið? Samkvæmt því sem IMF gefur út er mikil óvissa og áhætta fólgin í þeirri uppbyggingu sem framundan er, þar er vísað í fordæmalaust hrun Íslenska hagkerfisins.

Mikill halli verður á ríkisbúskapnum, atvinnuleysi verður mikið. Það eina jákvæða í þessu er vöruskiptahalli og viðskiptajöfnuður, þar verða tölurnar okkur í hag. Að sjálfsögðu vegna þess að hömlur verða á innflutningi á einhverjum varningi. Ég held að Íslendingar almennt séu alveg klárir í að herða ólina, það er einfaldlega innbyggt í gen Íslendinga að geta gert slíkt þegar á þarf að halda. Og þá komum við aftur að spurningu dagsins hvernig ætla Íslendingar að fara saman í gegnum þetta tímabil, hverjir eiga að leiða þjóðina og hvar ætlum við Íslendingar að enda?

Íslendingar þurfa fyrst og síðast stjórnvald sem þjóðin getur treyst. Þrátt fyrir Samfylkingarhjarta í brjósti mínu þá sé ég ekki að minn flokkur hafi það traust frá þjóðinni sem þarf, því miður. Það getur þó enn breyst en þá verða stjórnarliðar að axla ábyrgð hratt og grípa til aðgerða nú þegar. Tiltektin verður að hefjast nú þegar, þjóðin þarf að sjá spillingaröflin fara frá, við þurfum að sjá að stjórnvöld ætli að grípa til raunverulegra athafna. Ég er sannfærður um að við Íslendingar getum gert kraftaverk sameinuð en í sundrungu verður lítið úr verkum. Traust er lykilorð í umræðunni, það er ekki til staðar nú. Í stjórn lýðveldisins verða að vera jafnaðarmenn með einkennisorð jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þá verða Íslensku þjóðinni allir vegir færir. 

Stjórnarflokkur jafnaðarmanna má ekki halda áfram að troða á jafnaðarstefnunni með valdhroka, yfirgangi og þáttöku í spillingu sem á sér fá fordæmi í vestrænu ríki. Snúum okkur frá verndun spillingaraflanna og þangað sem við eigum að horfa, til fólksins í landinu. Sýnum dug og verndum hag fólksins með raunverulegum aðgerðum. Vinnum traust og stöndum fyrir það sem jafnaðarmenn eiga að standa fyrir.

Guð gefi ykkur öllum góðan dag!

 


mbl.is Mikil óvissa um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Ég held að það verði okkur bara til góðs ef einhverjar hömlur verða á einhverjum innflutningi.  Ég get alveg hugsað mér að geta ekki valið um 10 tegundir af bláberjasultu, eða 7 tegundir af Camenbert osti. 

Ég er sannfærð um að við getum hert ólina og komist í gegnum þetta erfiða tímabil. 

María Richter, 20.11.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband