Fólk er ekki fífl....

Ég fór á fundinn í Háskólabíói í gær, þegar ég kom var fullt út úr dyrum og ekki um annað að ræða en standa í gættinni. Það skipti engu máli, skiptir engu hvar maður hírist þegar andi þjóðarinnar er með þessu móti. Haldi einhver því fram að þarna hafi þjóðin ekki verið þá er það rétt. En þarna var svo sannarlega þverskurður þjóðarinnar. Kröfur fólks eru skýrar, það vill breytingar en umfram allt þá vill fólk að komið sé fram við það eins og fólk. Fólk er nefnilega ekki fífl.

Frummælendur fundarins voru fínir, Þorvaldur Gylfa fór á kostum að venju. Stjórnmálamennirnir okkar sem allir eru vænsta fólk hafa ekki enn fundið leið til að komast úr fari hinnar pólitísku ræðu. Það er kominn tími til að stjórnmálamenn fari að tala eins og annað fólk. Fólk er nefnilega ekki fífl.

Hinir almennu fundargestir voru þó þeir sem áttu fundinn: Óðaverðbólga, áhyggjur af íbúðalánum, áhyggjur af vinnu, hvað á að gera ef fólk gefst upp og hættir að borga, af hverju eigum við að borga annarra manna brúsa, hvað á að gera við þá sem frömdu glæpinn og svo margt margt fleira. Samtalið sem átti sér stað í gær sýndi glöggt hvað fólkið í landinu er að hugsa, fólkið spurði heiðarlegra spurninga, svör stjórnmálamannanna höfðu tilhneigingu til að verða loðin. Fólk vill fá svör. Fólk er nefnilega ekki fífl.

Gangi ykkur sem allra best í dag.. 


mbl.is „Þetta er þjóðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband