4.12.2008 | 21:15
Bláa höndin og guli hanskinn
Enn og aftur verð ég að minna á Glæpafélagið Gula hanskann í bókinni um Afa ullarsokk og það hvort ekki sé hægt að koma Bláu höndinni fyrir í gula hanskanum. Annars finn ég til með Davíð, ég vorkenni honum. Hann er eins og kjáni í fylgd lífvarða og lögregluþjóna og hótar síðan að verði hann skammaður þá fari hann í pólitík aftur. Nei Davíð allt nema það, ekki fara í pólitík aftur gerðu það....
Annars kom mér að óvart að heyra í fréttunum að það er til fólk sem myndi kjósa blessaðan hanskann aftur. Kannski hann bjóði sig fram til formanns aftur núna þegar Íhaldið heldur landsfund.
Miserfitt að hætta í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Manstu ekki, F. Jörgen, hvað Davíð sagði? EF honum verður vikið úr sæti Seðlabankastjóra, ÞÁ ætlaði hann sér aftur í pólitík. Sandkassaleikur. Og ábyrgðin, ákvarðanatakan, um slit á stjórnarsamstarfi og boðun kosninga er öll hjá Samfylkingunni vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þess umkominn að taka eina né neina ákvörðun ásamt þeirri ábyrgð sem slíkri ákvörðun fylgir. Þannig er það bara í pottinn búið.
Nína S (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.