6.12.2008 | 12:12
Verðlækkun -fylgjumst vel með..
Mér er svo sem alveg sama hvaðan það kemur eða af hverju, verðlækkun á vöru eins og bensíni er góð, á Íslandi getum við víst illa verið án ökutækja sem enn brenna flest bensíni. Matarpokinn hefur hækkað þvílíkt að það er kvöl og skelfing, það verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvað eitthvað gerist með matarverð. Venjan hefur verið sú að innflutt neysluvara eins og matur hækkar alltaf mjög hratt ef gengi hækkar en lækkar hins vegar mjög hægt ef hún lækkar þá yfir höfuð.
Við neytendur verðum að vera á varðbergi, ekki síst þegar óðaverðbólga er í uppsiglingu, við megum ekki láta svína á okkur lengur. Fólk er nefnilega ekki fífl.
N1 lækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.