Frelsið

Yndislegt þegar maður hugsar til þess hvað frelsið er magnað, sérstaklega þegar ekki þarf að taka tillit til ábyrgðarinnar sem fylgir frelsinu. Getur verið að það hafi bara einfaldlega gleymst að kenna viðskiptajötnunum að þannig gerðust hlutirnir á eyrinni. Það er; -engin ábyrgð, -ekkert frelsi.

Össur sagði í viðtali í dag að kanarnir hefðu rétt upp ákveðinn fingur þegar við báðum þá um aðstoð. Geir sagði við erlenda blaðamenn að vinir íslendinga hefðu ekki verið til staðar þegar á reyndi og því hefðum við fundið okkur nýja vini.

Kannski hafa gömlu vinirnir okkar á tilfinningunni að við séum enn í frelsinu en ekki farnir að virkja ábyrgðina og þess vegna vilja þeir ekki vera vinir okkar þegar okkur vantar aur. Sem betur fer er forsætisráðherrann vel tengdur ættarböndum til Noregs og frændur okkar og bræður þar til í að taka á vandamálunum með okkur.

Rússarnir koma var kallað út um allt í ''den tid, de dage'' og heimsbyggðin var á hliðinni út af Rússagrýlu. Við Íslendingar erum búnir að vera að hamast í þeim út af yfirflugi yfir lofthelgi Íslands undanfarið og menn hafa verið að tala um nýtt kalt stríð.

Við Íslendingar getum verið glöð og hamingjusöm í dag því það virðist vera að við séum búin að eignast nýja vini. Eftir að flestir vinir okkar og nábúar virðast hafa gefið okkur fingurinn eða allavega ekki svarað símanum þegar við reyndum að ná í þá.

Í byrjun vikunnar eða kannski í dúr við Grétar Þorsteinsson þann mæta mann; -í byrjun nýs lífs þjóðarinnar, nýs raunveruleika efnahags Íslensku þjóðarinnar er óhætt að segja að ríkisstjórnin öll hafi staðið sig með miklum sóma. Ég saknaði þess að hafa ekki Ingibjörgu Sólrúnu í orrahríðinni við hliðina á Össuri, Björgvin og Jóhönnu.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband