Færsluflokkur: Bloggar

Mikið hlakka ég til...

Mikið hlakka ég til elskurnar mínar að taka þátt í að búa til Nýja Ísland með ykkur. Það verður gaman að sjá og heyra alla frumkvöðlana spretta úr krókum og kimum landsins okkar bláa.  Hugsið ykkur eftir kannski 2 eða 3 stutt ár verður allt á útopnu: Spennandi ný tækifæri, ný tækni, nýir spennandi útrásarmöguleikar.  Með frelsi, jafnrétti og bræðralag að leiðarljósi verðum við búin að læra það að frelsinu fylgir ábyrgð og hana munum við axla.

 

 


Snillingar

Það er dagljóst að við þurfum að skipta um stjórn í seðlabankanum, ekki það að ég sé á því að lögfræðingur sé eitthvað verri en aðrir þegar kemur að blaðamannafundum og ákvarðanatöku. Við eigum að geta treyst því að í seðlabanka landsins séu færustu sérfræðingar á sínu sviði til ráðgjafar seðlabankastjóra og að það sé farið eftir þeirra ráðgjöf. Þannig ætti það allavega að vera þó svo að misbrestur virðist hafa orðið þar á undanfarin misseri. Enda magnað þolgæði snillinganna sem skópu hagkerfið sem nú er fallið að verja það með kjafti og klóm í gersamlega tapaðri stöðu úr vígi BANKA BLÁU HANDARINNAR Í SVÖRTU BJÖRGUM.

Eftirfarandi verðum við að gera strax:

1. Ganga frá nauðarsamningunum við IMF

2. Sækja um aðild að Evrópubandalaginu

3. Skipta um stjórn í seðlabankanum

Eigiði yndislegan dag ég ætla að henda mér í skriftir og vinnu...


mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eða mýs

Af hverju talar enginn um peningana sem útrásarvíkingarnir halda á? Af hverju talar enginn um peninginn sem Bjöggarnir eiga í Actavis og fleiri fyrirtækjum? Af hverju talar enginn um peninga Bjarna Ármanns, af hverju talar enginn um peninga Karls Wernerssonar, af hverju talar enginn um peninga Bakkabræðra, peninga Róberts Vestmann og svo framvegis? Hvaðan koma peningarnir þeirra, hvernig má það vera að þessir menn geti setið á þúsundum milljóna eða jafnvel milljarða (Actavis er metið á 900þúsund milljónir) voru þeir svona klárir að þeir hafi getað þúsundfaldað pundið sitt eða jafnvel hundraðþúsundfaldað pundið sitt. (Eða pundin okkar kannski öllu heldur)...

Það hefur ljóslega komið í ljós á undanförnum dögum og vikum hvað gerðist. 2006 var ljóst að við yrðum að bregðast við og stöðva vöxt bankanna þar sem þeir stóðu ekki undir því sem þeir voru að gera. Hvað var gert? Jú, það var sett upp svikamylla, með stofnun og kaupum á fjármálafyrirtækjum erlendis. Dæmi um þetta er Ice save, innlánsreikningar með háum vöxtum, þaðan sem peningar voru teknir til að lána skuldsettum fyrirtækjum sem enginn vildi lána, . Fyrirtækjum sem eigendur bankanna áttu. Síðan þegar kom að því að eigendur peninganna vildu fá þá aftur, þá voru þeir brunnir upp til agna eða í það minnsta svo rækilega faldir og horfnir að það var engu líkara en að þeir hefðu aldrei verið til.

Ég legg til við þessa góðu menn sem ég nefni hér að ofan að þeir einfaldlega taki sig til og selji gúanóið og borgi inn á skuldirnar. Mér væri það sársaukalaust þó að þeir fengju hver fyrir sig að halda eftir smá pening, kannski 10-100milljónir á mann.

Sýnið okkur nú hvort þið eruð menn eða mýs.


Þung spor

Það er þyngra en tárum tekur að horfa til þess hvernig við ríkjandi kynslóð þurfum að skila landinu okkar til afkomenda okkar, fæddra og ófæddra. Þjóðin er að þrotum komin, þessi sterka þjóð barin af öldum Atlantshafsins, óblíðu veðurfari og lífsbaráttu aldanna. Kominn að þroti eftir að hafa farið í gegnum mestu efnahags uppsveiflu í sögu þessarar stoltu þjóðar á norðurhjara veraldar.

Hvað með ábyrgðina? Ætla auðjöfrarnir virkilega ekki að selja eignir sínar og borga skuldirnar? Ætla auðjöfrar að láta alþýðu þessa lands borga skuldirnar með eignum sínum? Ætlar virkilega enginn að ganga fram og lýsa ábyrgð vegna þess hvernig komið er? Ætla auðjöfrarnir vikilega ekki að taka ábyrgð og taka þátt í endurreisninni?  Hvað með þingmanninn Illuga Gunnarsson sem sat í stjórn sjóða hjá Glitni, ætlar hann að axla ábyrgð? Hvað með ríkisstjórnina sem er búin að vera við völd í 18 mánuði, ætlar hún að axla ábyrgð?

Við eigum engan kost lengur, við verðum leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þrátt fyrir þau þungu skilyrði sem okkur eru sett um hátt vaxtastig og hægan bata gengisins. Skilyrði sem munu leiða af sér mikið atvinnuleysi og mikla verðbólgu sem aftur mun skila okkur fjöldagjaldþroti einstaklinga á Íslandi. Hvað skyldi tefja umsóknina um fyrirgreiðslu sjóðsins? Haldið þið að það séu þung spor ráðamanna sjálfstæðrar þjóðar? Skyldi það vera að eitt skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að sett verði stjórn fagaðila í seðlabankann. Gæti það verið að Davíð Oddson sé að tefja málið vegna þess að sjóðurinn geri það að skilyrði að hann taki pokann sinn?


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessuð sauðkindin

Það skildi þá aldrei verða að blessuð sauðkindin reddaði okkur þegar upp er staðið. Ef forsetafrúin notar lopapeysur við öll tækifæri þá held ég að við ættum að fara að prjóna, öll sem eitt. Ekki það að ég á lopapeysur og nota alltaf við hin ýmsu tilefni enda alkunna á meðal okkar íslendinga að lopapeysur eru góðar flíkur.

Það er gott að vita að Dorrit sé bjartsýn á framtíðina, Óli með vinnu næstu fjögur árin og sennilega eitthvað smá í bankahólfi á góðum stað.

Ég er sannfærður um að styrkur okkar liggur í sköpunarkrafti þjóðarinnar. Nú tökum við okkur saman í andlitinu og hvetjum fólk til góðra verka. Búum til meira úr lopanum, aukum innlenda matvælaframleiðlsu, aukum sérhæfða framleiðslu til útflutnings, aukum hugbúnaðarframleiðslu og gefum öllu tækifæri. Kennum fólki að velja og hafna í verkefnum, kennum fólki að greina, skapa og reka. Notum okkur hina miklu þekkingu íslenskra frumkvöðla og fræðara. Setjum fjármagn í frumkvöðlafræðslu og frumkvöðlauppbyggingu, styrkjum markvisst sprotafyrirtæki og sprotastarfsemi. Þar liggur tækifæri Íslensku þjóðarinnar.   


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAKNA NÚ

Það lýtur út fyrir að almannatengsli séu engin frá Íslandi. Eini ráðamaðurinn sem talað er við á alþjóðavettvangi er forsætisráðherra, aðrir sjást einfaldlega ekki. Við verðum að rétta okkar hlut gagnvart umheiminum eins og hægt er og það strax, það má ekki bíða til morguns.

Forsætisráðherra ætti að kalla þingheim á PR fund, fara yfir stöðuna með þingmönnum, samræma aðgerðir, afhenda síðan öllum þingmönnum glærusafnið sitt og láta þá fara í að tala við blaðamenn. Hvað er að? Ætlum við virkilega að stinga hausnum í sandinn? Það er ekki 1940 eða 1960, við erum uppi á þeim tíma að erlendir blaðamenn á Íslandi eru vel á annað hundraðið og þeir fá ekki að tala við neinn nema forsætisráðherra. Á sama tíma eru þingmenn þjóðarinnar allir sem einn væntanlega tilbúnir í slaginn. Er ekki kominn tími til að sýna samstöðu og ganga til verka að gömlum íslenskum sið.

Síðan má virkja námsmenn og Íslendinga búsetta erlendis. Sendum þeim upplýsingar og hvetjum menn til að taka þátt í spjallborðum fjölmiðlanna. Komum okkar málstað á framfæri með öllum tiltækum ráðum.

Einar Bergmann hefur sent inn og fengið birtar greinar í bresk blöð þar á meðal til Guardian og Daily mail. Ein greinin er búinn að vera mjög ofarlega á blaði yfir mest lesnu viðhorfsgreinarnar á netútgáfu Guardian, glæsileg frammistaða hjá Einari og til mikillar fyrirmyndar.


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

B2B

B2B, Business to business, Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur til bjargar...

Samkvæmt frétt í hinu Bandaríska stórblaði, The Wall Street Journal gæti Actavis verið til sölu og er reiknað með að farið verði fram á litla 6milljarða Evra eða 900milljarða Íslenskra eðalkróna fyrir sjoppuna. Í samanburði er verið að tala um að rússarnir láni okkur 4milljarða Evra. Novator fyrirtæki Björgólfs á 80% í Actavis, virði 4.8milljarða Evra, sem aftur eru Þá 720milljaraðr eðalkróna, allt miðað við gengi -Banka Bláu handarinnar.

Síðan er að sjá hvar sómi þessa unga manns liggur. Auðvitað eiga Viðskiptajötnarnir að skila því sem þeir tóku annars verðum við að taka það til baka. Sækja það sem okkar er. Við eigumað borga skuldirnar okkar til baka með fé sem við eigum. Fé sem varð til upp úr þessari skuldsetningu í útlöndum. 

Síðan er þá alltaf hægt að taka upp Bandaríska siði og grípa til TJÖRU OG FIÐUR aðferðarinnar ef allt annað bregst..


Barnabætur (sorrý -bankabætur)

Kannski einhver von sé til þess að í framhaldi af þessu gætum við átt von til þess að sækja bankabætur til frænda okkar Svía. það er alkunna að Svíar eru bótaglaðir mjög og margar sögur til af því að fólk sem rétt hefur komið við í Svíaríki hafi fengið allskynsbætur í langan tíma á eftir.

Án gríns þá er ég hræddur um að eignir bankanna erlendis rýrni svo hratt um þessar mundir að um sé að ræða nánast línulegt fall og því erfitt að gera samanburð á núvirði þeirra og virði fyrir nokkrum misserum. Ef bankinn er keyptur með skuldum þá eru þarna 900 stórar sem hægt er að nota til að borga einhverjar smáskuldir....

 


mbl.is Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

Brilliant hjá Hermanni forstjóra N1, allir sem vettlingi geta valdið og eiga fána og fánastöng eru beðnir um að sýna fordæmi og draga Íslenska fánann að húni. Verum stolt af því hver við erum, munið bara fánalögin, fremjum ekki lögbrot í fögnuði þjóðarsálarinnar.

Svo má ekki gleyma því að við unnum landsleikinn á móti Makedónum í gær og erum þar með í hörkubaráttu um annað sætið í riðlinum að því er fram kemur í mogganum í dag. Áfram Ísland - Thule best.

 


Hlátur / grátur

EKki veit ég satt að segja hvort að ég á að hlæja eða gráta. Ætli gráturinn standi ekki nær í augnablikinu. Hræðileg tímasetning og hryllileg meðferð á peningum.

Var að lesa í dag að samkvæmt hjálparstofnuninni Oxfam svelta yfir 900milljónir manna í heiminum vegna verðhækkana á matvælum.

 


mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband