Dæmdur fyrir fjárdrátt og bókhaldsbrot - starfar við lánveitingar hjá Landsbankanum

Er þetta fordæmið sem nýju bankarnir ætla að sýna. Tryggvi Jónsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, starfar enn hjá Nýja Landsbankanum í deild sem sinnir svo kölluðum erfiðum útlánum til fyrirtækja sem eru í viðskiptum hjá Landsbankanum. Hafði Nýji Landsbankinn frumkvæði að sölu hagnaðardeilda 365 miðla til fyrrum vinnuveitenda Tryggva Jónssonar? Trúið þið þessu? Halda þessir menn að fólk yfir höfuð sé fífl? Það er í það minnsta ástæða til að efast um heilindi Nýja Landsbankans. Haldiði virkilega að fólk sé fífl?

Og hvað svo, hverjir ætla að reka bankana eða hafa stjórnvöld ekki tíma til að spá í það. Ég get ekki betur séð en að allavega einn hinna nýju formanna bankaráðanna ætti að vera á eftirlaunum eða hvað? Það er einungis eitt sem hægt er að gera til að tryggja það að bankarnir öðlist traust að nýju. Það verður að skipta algerlega um yfirstjórnir í þeim. Báðar bankastýrurnar í nýju bönkunum eru að gegna í dag nákvæmlega sömu störfum og þær gegndu í gömlu bönkunum og miðað við launakjörin þá hefur græðgisvæðingin ekkert breyst. Ég þekki verulega hæft fólk sem væri til í að taka þessi störf að sér fyrir hálfvirði núverandi stjórnenda. Haldiði virkilega að fólk sé fífl?

Ég hitti mann á förnum vegi í dag. Hann sagðist eiga þá ósk heitasta fyrst að peningarnir hans væru í gíslingu hér á Íslandi, að bara einhver banki annarsstaðar frá myndi opna útibú hér. Hann gæti þá allavega treyst einhverjum fyrir því litla sem hann á. Haldiði virkilega að fólk sé fífl?

Góða helgi..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Richter

Þetta er svoleiðis dagsatt með hann Tryggva Jónsson.  Ég reyndar stórefa að hann sé fyrrverandi starfsmaður þeirra Baugsmanna, held að hann sé núverandi starfsmaður þeirra.  En jú hann situr í Landsbankanum og ræður hvaða fyrirtæki lifa og hvaða fyrirtæki deyja. 

María Richter, 8.11.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband