15.11.2008 | 00:51
Útgáfukvíði
Jæja elskurnar mínar, íslendingar fjær og nær, þá er kreppupása fram yfir helgi, ég hef ákveðið að sleppa öllu tali eða pælingum um pólitík um helgar (nema náttúrulega ef eitthvað alveg sérstakt kemur upp á)!
Ég var að klára að lesa umbrotna próförk að nýju bókinni minni sem kemur út í næstu viku og heitir Kalt Vor. Satt að segja þá er ég alveg búinn að fá nóg af þessu barni mínu í bili, en hlakka þó mikið til að fá fyrsta eintakið í hendur, ilmandi af prentsvertu, úr prentsmiðjunni á miðvikudag. Það er svo skrítið að ég hef ekki lesið hinar bækurnar mínar eftir að þær komu út, mér sýnist í augnablikinu að það verði það sama með þessa.
Útgáfukvíðinn er að hrella mig í augnablikinu. Ég er eins og venjulega fullur af efasemdum um að bókin sé klár, kannski ætti ég bara að bíða, kannski ætti ég að láta hanna ''kóverið'' aftur. Ég er að gefa út hjá öðrum útgefanda en venjulega um þessi jól og það er spennandi. Bókin verður þar af leiðandi í öðru formi en áður og það er spennandi. Ég er með nýjan lesara eða ritstjóra og það er skrítið ég var orðinn svo vanur því að lesa með Helga. Aðalmálið er þó alltaf hvernig lesendurnir mínir taka bókinni, ég fæ alltaf komment frá fólki og mér þykir vænt um það. Fyrir mig er mikilvægast að fólkið sem les bækurnar mínar hafi gaman af þeim, skemmti sér vel og þyki þær spennandi.
Góða nótt, hafið það sem allra best!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.