28.11.2008 | 15:04
Snúum bökum saman
Elskurnar mínar hafið engar áhyggjur af þessu, þetta er bara byrjunin. Við eigum eftir að sjá hann miklu svartari en þetta hvað varðar atvinnulíf og útflutning. Biðjum þess að þetta verði ekki til þess að sterk og góð félög fari með sína starfsemi úr landi. Hömlur eru ekki góðar en nauðsynlegar ef að menn geta ekki axlað ábyrgðina sem fylgir frelsi til athafna. Fyrir okkur sem erum ákveðin í að gefa ekkert eftir og þreyja þorrann er bara eitt að gera, snúum bökum saman, ef að við stöndum sameinuð þá komumst við í gegnum allt, alltaf.
Ég er einn af þeim sem er ákveðinn í því að ég ætla að hafa búsetu á Íslandi og til þess að það verði hægt þá þarf að fara í gegnum þetta öldurót. Gleymum samt aldrei að við þurfum að komast til botns í öllu. Hengjum ekki bakara fyrir smið, en finnum út úr öllum hlutum. Opnum aðgengi almennings að öllum gögnum sem rannsóknarnefndir fara yfir, með því móti tryggjum við að enginn getur skotið neinu undan.
Gangi ykkur vel..
Engum getur litist á þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.