STOPP

Auðvitað hefði átt að vera búið að stoppa allt fyrir löngu síðan. En hvar voru stoppararnir? Hvar voru fjármálaeftirlits stofnanir? Hvernig stóð á háum lánshæfismatseinkunnum bankanna og ríkisins? Hvað var stjórn hins gjaldþrota Seðlabanka Íslands að gera? Hvað svo? Hvað ætlum við að gera núna? Hvenær fáum við að vita meira um þau skilyrði sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setti okkur?  

Einu sinni enn ætla ég að spila gamla plötu fyrir okkur öll: Skiptum um stjórn í brú seðlabankans! Sendum inn umsókn í EB! Rjúfum þing og kjósum sem allra fyrst!

Rekum smiðinn úr bakaríinu og ráðum bakara til að reka það!

Guð gefi okkur öllum góðan dag! 


mbl.is „Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Má ekki gleyma því að reka stjórnina líka annars er þetta bara pólitískur áróður. 

Marinó Már Marinósson, 3.11.2008 kl. 10:47

2 Smámynd: Fritz Már Jörgensson

Nákvæmlega, eins og ég segi -rjúfa þing og kjósa!

Fritz Már Jörgensson, 3.11.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband