Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2008 | 18:29
Fall
Þrátt fyrir allt þá á ég alltaf jafn erfitt með að skilja hvernig 'níutíuþúsundmilljónir' geta gufað upp á einni nóttu. Ég á líka erfitt með að skilja skuldsetningu Samson, hvernig gátu þeir fengið veð út á allar þessar tugmilljónaþúsundir ef að veðið var ekki sterkara en svo að það gæti gufað upp á einni nóttu.
Ég legg til að við hættum að tala um milljarða í sama tón og við töluðum um milljónir fyrir örfáum árum. Tölum frekar um þúsund milljónir þegar við tölum um milljarð, það er þá auðveldara að fá sjónarhorn um það hvernig tölur er verið að fást um.
Ég bara verð að játa það eftir allt havaríið í vikunni að í augnablikinu þá botna ég bara ekki neitt í neinu þegar kemur að efnahag landsins og tölunum sem um ræðir.
Hafiði það alltaf sem allra best.
Óskar eftir gjaldþrotaskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 09:37
Uppgangur í Póllandi!
Hverjum hefði dottið til hugar að Pólland ætti eftir að koma okkur til aðstoðar í efnahagsþrengingum. Það er samt sem áður staðreynd núna í dag þegar þeir hafa samþykkt að lána okkur 200 milljónir dollara.
Pólverjar sem í vandræðum sínum horfðu á eftir atvinnuleysingjum flýja land í stórum hópum, hafa sennilega komið með lausnina á atvinnuleysi annarra þjóða. Nú þegar ástandið er orðið gott heima fyrir flykkjast Pólverjar aftur heim og valda vandræðum víða þar sem þeir hafa þótt góðir til vinnu og erfitt er að fylla skarð sem þeir skilja eftir.
Gæti verið samhengi á milli þess að Pólverjar gengu í EB á sínum tíma og að síðan hefur allt farið batnandi, efnahagurinn orðinn traustur og þeir í stakk búnir til að flytja atvinnuleysið aftur heim?
Gangi ykkur allt í haginn í dag.
Pólverjar munu lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 16:36
Þjóðarþrot!
Umsókn lánafyrirgreiðlsu Íslendinga hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum var frestað fram á mánudag. Forsætisráðherra segir að þetta sé vegna tæknilegra ástæðna. Hugsanlega hefur hann blessaður skrifað í vitlausa línu á skuldabréfinu. Kannski hefur forsætisráðherra og aðrir meðlimir í ríkisstjórn Íslands gleymt að lesa skilmálana sem eru prentaðir aftan á skuldabréfið.
Vitleysan tekur engan endi, VR búið að gera í nytina sína, menntamálaráðherra í djúpum, lífeyrissjóðirnir í bananaleiknum á fullu. Undrar einhvern að engin vilji lána okkur, ef ég væri í sambærilegri stöðu sem einstaklingur þá myndi enginn lána mér.
Við eigum fáa kosti. Gætum gengið að frelsissviptingunni sem alþjóðasamfélagið vill beita gegn Íslensku þjóðinni. Nánar tiltekið að afsala okkur fullveldinu, samþykkja allt sem bretarnir vilja og þiggja ölmusuna sem að okkur er rétt. Grafa komandi kynslóðir í skuldafen spilltra viðskiptajöfra og stjórnmálamanna. Horfa á stórkostlegan landflótta frá lýðveldinu, horfa á eignir okkar brenna upp til einskis. Upplifa það að ekki sé hægt að treysta ráðamönnum þjóðarinnar á ögurstundum.
Önnur leið gæti þá verið að reka breska sendiherrann úr landi, kalla sendiherra Íslands heim frá bretlandi, henda fulltrúum IMF úr seðlabankanum, lækka stýrivexti í 3%, afnema verðtryggingu lána með neyðarlögum, taka jöklabréfaskellinn, selja ál, orku og fisk eins og við megum lífið leysa. Bjóða systkinum okkar í Rússlandi eða Kína aðgang að höfnum og flugvöllum fyrir hæfilega greiðslu. Prenta peninga og lifa orðsporið til fulls. Að lokum er rétt að benda á námskeið sem norræna félagið heldur um þessar mundir fyrir Íslendinga sem vilja flytja úr landi.
Allt lyktar af upplausn hjá stjórnvöldum þjóðarinnar. Úr því sem komið er, sérstaklega þar sem tíminn hefur ekki unnið með okkur að neinu leyti, þá er best að rjúfa þing, skipa bráðabirgða þjóðstjórn og boða til kosninga.
Gangi ykkur vel!
IMF-beiðni frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 10:09
Yndislegt
Okkur munar ekkert um þetta, ég hefði í sporum Davíðs/IMF spýtt í lófana og hækkað vextina enn meira. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, vöruskiptajöfnuðurinn verður okkur mjög hagfelldur og öll starfsemi í landinu leggst niður. Við þurfum þá ekki að láta Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn og bræðraþjóðir okkar beyta okkur fjárkúgunum út af Bretalánum Bjögganna.
Það er greinilega ekki um annað að ræða en taka því sem að okkur er rétt. Við erum ekki í neinni samningsaðstöðu lengur, gerum bara það sem okkur er sagt að gera. IMF hefur nú tekið við stjórn peningamála á Íslandi. Við höfum endanlega misst eigið forræði og sjálfstæði okkar sem Íslendingum hefur þótt svo dýrt fram til þessa.
Ekki það að ég skil þessar aðgerðir mæta vel, við höfum sýnt það með dugnaði og afgerandi hætti að Íslenska lýðveldinu er ekki treystandi fyrir fjármálum af nokkru tagi lengur.
Guð gefi Íslendingum góðan dag...
Stýrivextir áfram 18% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2008 | 19:39
Kvíabryggja - nýsköpun
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott! Sem gamall áhuga og baráttumaður um fjarvinnslu á landsbyggðinni og þáttakandi í stórum slíkum verkefnu í gegnum tíðina þá verð ég að segja að nú er tækifæri. Stór opinber framkvæmd gæti orðið til við gríðarlega uppbyggingu og stækkun fangelsisins á Kvíabryggju. Orsök þessarar stækkunar fangelsisins, bankastarfsmenn, gætu síðan orðið kjarni nýju fjarvinnslunnar á Kvíabryggju.
Þegar tugir eða hundruðir bankastarfsmanna með lykilhæfni eru losna úr störfum sínum að ég tali nú ekki um þar sem þeim verður væntanlega safnað saman á einn stað, Kvíabryggju. Þá er algerlega lag til þess að byggja upp myndarlega fjarvinnslu á landsbyggðinni. Við getum til dæmis boðið bönkum á Jersey, Cayman Islands eða jafnvel í Sviss upp á svokallaða bakvinnslu í fjarvinnsluverinu á Kvíabryggju. Ég er viss um að Indverjar sem leiða alþjóðleg fjarvinnsluver eiga ekki smugu í okkur í þessum bísness. Við getum boðið upp á best menntaða starfsfólkið, starfsfólk sem er svo ríkt að það þarf tæplega nokkur laun framar. Sem viðskiptahvetjandi viðbót getum við boðið upp á svokallaða -hvarf þjónustu- sem snýst í stuttu máli um það, að við getum í Fjarvinnslunni á Kvíabryggju látið peninga hverfa fyrir fullt og allt, án þess að nokkur geti nokkurn tíma fundið neitt út úr því.
Veit einhver símann hjá Björk. Eða, nei annars, geriði mér greiða hringið í hana eða sendið henni meil og látið hana vita að það er búið að finna hinn eina sanna sprota Íslenskrar nýsköpunar og takið eftir það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af fjármögnun verkefnisins....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 09:24
Orðlaus
Almenningur er einfaldlega orðlaus yfir þessum tíðindum af yfirbreiðslum og sjálftöku Kaupþingsmanna. Var blessað bankafólkið svo einfalt að halda að það kæmist upp með þetta? Hvernig var staðið að þessu í hinum bönkunum, hvernig eru skuldaskilin þar?
Almenningur vill fá að vita hvað varð um milljarðatugina (tugþúsundir milljóna) sem millifærðir voru nokkrum dögum fyrir yfirtöku Kaupþings til landa þaðan sem ekki er gott að fá upplýsingar, hverjir stóðu fyrir þeim gjörningi? Hvernig í ósköpunum gat þekktur einstaklingur úr viðskiptalífinu, sem að sögn var ekkert í of góðum málum á því augnabliki, keypt hlut í Landsbankanum fyrir 10milljarða (10þúsund milljónir) og fengið lánað 100%, án framlagðra ábyrgða, örfáum dögum áður en bankinn fór á hliðina. Hverjir áttu bréfin sem hann keypti? Hvert fóru peningarnir fyir viðskiptin? Skyldi hann hafa fengið eitthvað fyrir ómakið? Hvað næst?
Annars er allt í þessu fína. Fallegur dagur fram undan eftir óveðrið í gær. Obama forseti í Bandaríkjum Norður Ameríku, vona að Guð láti á gott vita þar. Þorgerður Katrín, sú prýðiskona að mér finnst, er í vandræðum, það er ekki gott, spennandi að sjá hvernig hún leysir sig út úr því máli. Jón Ásgeir á ennþá alla fjölmiðlanna, hann má þó eiga það að það hafa ekki verið nein drottningarviðtöl við hann í hans fjölmiðlum. Íslendingar keyptu brennivín fyrir 397 milljónir á föstudaginn, talandi um blankheit og kreppu. Samson er farið á hausinn, hver hefði trúað því fyrir ári síðan. Annars er bara allt í þessu fína....
Guð gefi öllum góðan dag!
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 18:55
Spilling í bananalýðveldinu Íslandi
Spilling, spilling, spilling. Það er allsstaðar spilling í bananalýðveldinu Íslandi, hvert sem augað fer blasir við spilling græðginnar. Haldið þið að þeir sem ekki borga í bankaklíkunni lendi á vanskilaskrá ríkisfyrirtækisins Creditinfo/Lánstrausts? Nei, örugglega ekki. Venjulegt fólk sem lendir í vanskilum, hvort sem það er með veð eða aðrar ábyrgðir lendir á skrá yfir vanskilara ef að það borgar ekki, ef einstaklingur skrifar upp á ábyrgð fyrir einhvern sem ekki borgar þá lendir hann á vanskilaskrá.
Það yrði saga til næsta bæjar ef bankastjórar og stjórnendur bankanna, jafnvel ráðherrar lentu á vanskilaskrá hjá ríkisfyrirtækinu Creditinfo/Lánstrausti..
Ég er farinn að óttast hvað gerist ef að Björgvin G. Sigurðsson sem er maður orða sinna heldur áfram að láta velta við steinum. Hvar endar þetta? Hvað kemur undan steini á morgun? Það er sennilega nú þegar orðið rétt að tala um skriður spillingamála!
Gangi ykkur öllu sem allra best!
Persónulegar ábyrgðir starfsmanna felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 10:36
Áhættulaus áhætta!
Merkilegt ef sumir geta tekið áhættu án þess að taka áhættu. Sem sagt, ef allt fer á hausinn þá þurfa þeir í klíkunni ekkert að borga. En ef allt fer í milljarðagróða þá mega þeir hirða gróðann sinn og finnst þá sjálfsagt að borga upprunalegu skuldbindinguna. Eða hvað?
Hvað með elskuna sem ég skrifaði um í gær, nýju bankastýruna í nýja Glitni á hún að sleppa frá því að standa við samning upp á vel yfir hundrað milljónir eðalkróna út af 'tæknilegum' mistökum í bankanum. Þetta er ekki ásættanlegt, það verða allir að sitja við sama borð þegar kemur að greiðslu skulda. Ekki það að ég yrði ósköp feginn að fá pennastrik yfir mínar skuldir en það yrðu þá allir aðrir að fá það jafnframt.
Björgvin G. Sigurðsson Viðskiptaráðherra og maður sinna orða segir að enginn steinn verði látinn óhreyfður í þessum málum. Ég ætla að trúa því fyrst um sinn að svona verði þetta: Öllum óeðlilegum samningum í þessum málum verði rift, allir -óháð stöðu, sitji við sama borð. Jafnræði verði tryggt, alltaf. Munum að frelsinu fylgir ábyrgð og hana verður að axla.
Guð gefi okkur öllum góðan dag.
Þurfa ekki að greiða fyrir hluti í Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2008 | 15:22
Lánahvað?
Það ganga sögur um skuldhreinsanir í bönkunum, það er, að stjórnendur og lykilstarfsmenn í bönkum njóti annarra og betri viðskiptakjara en almenningur í landinu þegar kemur að uppgjöri og afgreiðslu lánamála vegna fjárfestinga og fasteignakaupa. Samkvæmt heimildum er talað um að stjórnvöld samþykki þetta því að annars væri erftitt að fá hæft fólk til að manna stjórnendastöður í bönkunum. Enda heyrinkunnugt að þeir sem höfðu tækifæri og aðstöðu til í bönkunum voru þáttakendur í skuldsettum eigna og bréfakaupum og því ekkert annað að gera en að bjarga þeim frá þroti. Ég bendi á bankastýru Glitnis sem slapp við að greiða vel á annað hundrað milljónir vegna 'tæknilegra mistaka í bankanum'. Skyldu aðrir sem vilja sleppa við áður umsamin/frágengin hlutabréfakaup geta hætt við með þessum hætti?
Það hafði samband við mig ungur maður áðan sem var að koma úr bankanum sínum. Hann hafði ætlað að fá frystingu á erlenda láninu sínu, sem var 20 milljónir þegar hann tók það fyrir ári síðan, en er núna langt gengið í fjörutíu milljónir og afborgunin hátt yfir greiðslugetu unga mannsins. Hann gat ekki greitt af síðustu afborgun og ákvað því að fara í bankann, sem ráðlagði honum að taka lán í erlendri mynt, áður en allt færi í kalda kol. Niðurstaðan fyrir þennan unga mann var einföld, því miður, þú getur ekki fengið neina aðstoð við þetta hjá okkur á meðan þú ert með vanskil í bankanum.
Vanskilin urðu vegna þess að hann gat ekki borgað síðast, að öðru leyti eru ekki vanskil og hafa ekki verið. Hann fór í bankann vegna þess að hann var í vandræðum og þess vegna með afborgun afturábak. Merkilegt, ég hélt að það einkenndi fólk í fjárhagsvandræðum að það væri í vanskilum. Síðan á eftir að sjá við hvaða borð við þetta venjulega fólk sem skuldum verðtryggð íbúðalán verðum sett eða verðum við sett við eitthvað borð yfir höfuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 10:39
STOPP
Auðvitað hefði átt að vera búið að stoppa allt fyrir löngu síðan. En hvar voru stoppararnir? Hvar voru fjármálaeftirlits stofnanir? Hvernig stóð á háum lánshæfismatseinkunnum bankanna og ríkisins? Hvað var stjórn hins gjaldþrota Seðlabanka Íslands að gera? Hvað svo? Hvað ætlum við að gera núna? Hvenær fáum við að vita meira um þau skilyrði sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setti okkur?
Einu sinni enn ætla ég að spila gamla plötu fyrir okkur öll: Skiptum um stjórn í brú seðlabankans! Sendum inn umsókn í EB! Rjúfum þing og kjósum sem allra fyrst!
Rekum smiðinn úr bakaríinu og ráðum bakara til að reka það!
Guð gefi okkur öllum góðan dag!
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)